Fréttir

20.11.2025

Fjöltefli á unglingastigi og miðstigi

Föstudaginn 14. nóvember var vel heppnað fjöltefli í Árskóla. Svavar Viktorsson kennari tefldi við nemendur á unglingastigi. Hátt í 30 tóku þátt. Þann 20. nóvember var komið að miðstigi. Þar var einnig mikill áhugi og skákirnar í fjölteflinu voru ekki færri en á unglingastiginu.
17.11.2025

Heimsókn í 6.bekk

Lögreglan heimsótti 6.bekk í síðast liðinni viku, þar sem nemendur fengu tækifæri til að ræða störf lögreglunar og spyrja spurninga. https://www.facebook.com/logr.nv/?locale=is_IS
10.11.2025

Lögreglan með fræðslu á yngsta stigi

1. bekkur fékk fræðslu um mikilvægi endurskinsmerkja og varð úr leikur þar sem nemendur notuðu vasaljós til að leita að endurskinsmerkjum inn í skólastofunni. 2.bekkur fékk gefins endurskinsmerki og fengu að sjá hvernig endurskinsmerkin lýsast upp þ...