Talmeinafræðingur

Starf talmeinafræðings felst aðallega í að greina málþroskafrávik hjá börnum á leik- og grunnskólaaldri sem geta lýst sér í slökum málskilningi, máltjáningu og/eða framburðargöllum. Hann finnur orsök þeirra frávika sem finnast í málþroska og veitir kennurum, leikskólakennurum og ekki síst foreldrum ráðgjöf um hvernig tekið skuli á vandanum. Einnig sinnir talmeinafræðingur talkennslu og talþjálfun í þeim tilfellum þar sem ráðgjöf ein og sér dugir ekki til.