Starfsánægja

Samskipti starfsfólks Árskóla grundvallast á samheldni og stuðningi hvert við annað. Mikið er lagt upp úr góðum starfsanda og ánægju starfsmanna þar sem einkunnarorð skólans, lifa – leika – læra, skína í gegnum starfið. Starfsfólk tekur virkan þátt í ákvarðanatöku skólans með opnum skoðanaskiptum og góðu upplýsingaflæði.