Siðfræði

Starfsfólk virðir og vinnur samkvæmt siðareglum hverrar starfsstéttar.
Siðareglur kennara.
Siðareglur náms- og starfsráðgjafa.
Siðareglur þroskaþjálfa.
Siðareglur hjúkrunarfræðinga

Starfsfólki ber að gæta trúnaðar við nemendur og virða þann trúnað sem nemendur sýna því. Því ber að gæta þagmælsku um einkamál nemenda og forráðamanna þeirra sem það fær vitneskju um í starfi. Samkvæmt 17. gr. laga um barnavernd nr. 80 frá 2002 er starfsfólki skylt að tilkynna til barnaverndaryfirvalda ef það verður vart við að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða að barn stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu. Tilkynningarskylda gengur framar ákvæðum laga.