Saga skólans

Úr sögu skólans

Fyrsti barnaskóli á Sauðárkróki var stofnaður og hafin í honum kennsla 3. janúar 1882, en þá var tekið í notkun nýbyggt skólahús sem var á svipuðum slóðum og Verslun Haraldar Júlíussonar er núna. Með auknum íbúafjölda varð skólahúsið brátt of lítið og var þá ráðist í byggingu annars húss, sem tekið var í notkun í október 1908, og er það húsið sem Náttúrustofa Norðurlands vestra er í núna.

Núverandi húsnæði Árskóla við Freyjugötu var byggt 1947 og hýsti þá einnig Gagnfræðaskólann og Iðnskóla Sauðárkróks allt til ársins 1968, er skólahúsið við Skagfirðingabraut var tekið í notkun.

Kennsla hófst í Gagnfræðaskólahúsinu við Skagfirðingabraut haustið 1968. Fyrstu árin var kennsla gagnfræðastigsins og Iðnskólans þar, en í dag fer þar fram kennsla 4. – 10. bekkjar. Barna- og Gagnfræðaskólinn voru sameinaðir í einn skóla, Árskóla, vorið 1998.

Haustið 2001 var tekin í notkun nýbygging við Árskóla við Skagfirðingabraut með 8 glæsilegum kennslustofum og 3 litlum sérkennslustofum. Auk þess var miðrými skólans breytt og útbúin ný og betri aðstaða fyrir starfsfólk og skrifstofu skólans.

(Tekið saman v. opnunarhátíðar 1. desember 2001).

Svćđi

  • Árskóli
  • Viđ Skagfirđingabraut
  • 550 Sauđárkrókur
  • Sími: 455 1100
  • Netfang: arskoli@arskoli.is