Tryggingar

Allir nemendur skólans eru slysatryggðir, en persónulegir munir nemenda eru ekki tryggðir. Slysatryggingin gildir á venjulegum skólatíma og þann starfstíma sem ákvarðaður er af stjórnendum skólans. Tryggingin tekur til þeirra nemenda sem verða fyrir slysi í eða við skólann og á ferðum milli heimilis og skóla. Jafnframt gildir tryggingin á ferðalögum á vegum skólans, hvert sem farið er og í hvaða skyni sem er. Það sem felst í vátryggingunni er slysatrygging nemenda sem verða fyrir slysi eða dauða af völdum slyss, hvernig svo sem slysið ber að, hver svo sem á sök á því og hvort sem slysið verður við nám eða í leik. Frekari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu VÍS.