Skólaakstur

Nemendum skólans sem búa utan þéttbýlis (Reykjaströnd, Skaga, Hegranesi, Borgarsveit og Staðarsveit), er ekið til og frá skóla. Einnig er innanbæjarakstur/ almenningssamgöngur frá nóvember til  apríl þar sem ekið er frá Háuhlíð að Árskóla með viðkomu á ýmsum stöðum í bænum. Akstursleiðin er frá Háuhlíð niður Sauðárhlíð, Sæmundarhlíð þaðan Túngötu og niður á Strandveg og síðan Aðalgötu og Skagfirðingabraut að Árskóla. Innanbæjaraksturinn er gjaldfrjáls og stendur öllum til boða. Aksturstöflur skólabíla eru á vef skólans.