Hönnun og smíði

Í hönnun og smíði fá nemendur tækifæri til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd og sjá afrakstur vinnu sinnar með áþreifanlegum hætti. Þeir fá þjálfun í að móta hugmyndir í efni með þeirri verktækni og verkþekkingu sem greinin býr yfir. Vinna við smíðaverkefni eykur skilning nemenda á verkferlum og þjálfar með þeim skipulagshæfileika.