Námsáætlanir vetrarins í hverri námsgrein eru birtar á vef skólans. Í námsáætlun eru sett fram námsmarkmið skólans, byggð á hæfniviðmiðum aðalnámskrár, námsefni, kennsluaðferðir og upplýsingar um námsmat.
Upplýsinga- og námskerfið Mentor er notað til að halda utan um nám nemenda. Stofnuð er námslota þar sem kennarar setja fram matsviðmið í hverri námsgrein og birta námsmat á aðgangi nemenda og foreldra.
Viku – og heimavinnuáætlanir
Yngsta- og miðstig
Kennarar í hverjum árgangi vinna saman að gerð vikuáætlana fyrir nemendur. Þær eru skráðar í Mentor og til að auka upplýsingaflæði og skilvirkni eru nemendur jafnframt sendir með þær heim. Einnig fer hluti af vinnu nemenda á miðstigi fram í Google classroom og Seesaw.
Unglingastig
Kennarar í hverju fagi/teymi skipuleggja í sameiningu heimanám nemenda á unglingastigi og skrá það jafnóðum í Mentor eða Google classroom þar sem haldið er utan um stóran hluta af vinnu nemenda bæði innan skóla og utan.