Skólareglur

Skólareglur eru nú birtar sem þrjár grunnreglur og undir hverri grunnreglu eru nokkrar undirreglur.

Við virðum okkur sjálf

Við sýnum öðrum virðingu

Við virðum skólann og umhverfi hans

 

Við virðum okkur sjálf

Í því felst:

Við erum stundvís. 

-Við mætum stundvíslega í kennslustundir og á alla viðburði er tengjast skólastarfinu.

Við stundum námið af ábyrgð og samviskusemi.  

-Við sýnum ábyrgð með því að stunda nám okkar af kostgæfni, jafnt heima og í skóla og berum ábyrgð á því að hafa með okkur þær bækur og kennslugögn sem kennarinn telur nauðsynleg hverju sinni.

-Við höfum góðan vinnufrið í kennslustundum.

Við tileinkum okkur hollar og heilbrigðar lífsvenjur.

-Við gætum þess að koma úthvíld í skólann.

-Við borðum hollan mat og hreyfum okkur reglulega.

-Við notum ekki áfengi, tóbak og aðra vímuefnagjafa.

-Við erum ekki með sælgæti eða gos.

Við berum ábyrgð á eigum okkar. 

-Við berum ábyrgð á eigum okkar sem við erum með s.s. tölvubúnaði, símum, hjólum eða öðrum verðmætum.

Við sýnum öðrum virðingu

Í því felst:

Við berum ábyrgð á framkomu okkar og samskiptum við aðra.

-Við komum fram af kurteisi, tillitssemi og virðingu við alla í skólanum.

-Við berum virðingu fyrir ólíkum námsaðferðum samnemenda okkar.

-Við virðum skoðanir annarra.

-Við berum virðingu fyrir eigum okkar sjálfra og annarra.

Við leggjum ekki í einelti og látum vita ef við verðum vör við að einhver er lagður í einelti.

-Við gætum orða okkar og forðumst að særa aðra.

-Við beitum hvorki líkamlegu né andlegu ofbeldi.

Við eigum rétt á að láta skoðanir okkar í ljós á málum sem okkur varðar.

-Við biðjum um áheyrn starfsfólks skóla þegar við viljum koma skoðunum okkar á framfæri.

-Við virðum réttindi annarra nemenda.

-Við hlítum fyrirmælum starfsfólks.

Við virðum skólann og umhverfi hans

Í því felst:

Við göngum vel og snyrtilega um húsnæði, umhverfi og eigur skólans.

-Við erum umhverfisvæn og flokkum sorp.

-Við tökum af okkur yfirhafnir, húfur og útiskó í kennslustundum og matsal.

Við biðjum kennara um leyfi ef við þurfum að yfirgefa skólalóð á skólatíma.

Við förum í biðröð við skólabíl.