1.kafli - Grunnupplýsingar

Skólahúsnæði

Starfsemi Árskóla fer fram í húsnæði skólans við Skagfirðingabraut. Árvist, tómstundaskóli fyrir 1. - 2. bekk, er í kjallara skólahússins.

 Aðkoma að Árskóla

Aðalinngangur fyrir miðstig snýr að Skagfirðingabraut, tveir inngangar eru fyrir yngsta stig að sunnanverðu og unglingastig notar inngang íþróttahúss að austanverðu. Starfsmannainngangur er að norðanverðu. Bílastæði skólans er norðan við skólahúsið.