Nýir nemendur

Þegar nýr nemandi kemur í skólann, hittir hann umsjónarkennara sinn/sína áður en formlegt skólastarf hefst. Umsjónarkennari/deildarstjóri spjallar við hann og kynnir honum húsakynni og starfsfólk skólans og gefur honum þannig örlítið forskot áður en hann hittir aðra nemendur. Móttökuáætlun tekur gildi, sjá kafla 2 í skólanámskrá. 

Nemendur eru einnig þátttakendur í að taka vel á móti nýjum nemendum í árganginn. Sérstakt verklag er í kringum það verkefni sem nefnist Árskólafélagar. Það snýst um að  virkja nemendur markvisst í móttöku nýrra nemenda og fá þeir til þess sérstakan leiðarvísi og leiðbeiningar frá kennurum.