Starfsáætlun

Starfsáætlun Árskóla skólaárið 2023-2024

Samkvæmt grunnskólalögum nr. 91/2008 skal hver grunnskóli gefa út skólanámskrá og starfsáætlun. Skólastjóri er ábyrgur fyrir gerð skólanámskrár og starfsáætlunar og skulu þær gerðar í samráði við kennara. Skólanámskrá Árskóla er unnin af starfsfólki skólans og fór ítarleg endurskoðun hennar fram haustið 2011 og endurskoðuð og uppfærð árlega síðan í samræmi við sérstöðu skólans. Hún byggir á Aðalnámskrá grunnskóla 2011 og lögum um grunnskóla frá 2008 auk menntastefnu Skagafjarðar og annarrar stefnumörkunar frá sveitarfélaginu. Umsagnaraðilar um skólanámskrána eru skólaráð og fræðslunefnd. 

Í árlegri starfsáætlun er m.a. gerð grein fyrir starfstíma skólans, skóladagatali, starfsáætlun nemenda, stoðþjónustu, félagslífi og skólareglum. Þar eru einnig birtar upplýsingar um stjórnskipulag skólans, starfsfólk og almennar hagnýtar upplýsingar um skólahald hvers árs. Umsagnaraðilar um starfsáætlun eru skólaráð og fræðslunefnd.