Hvað er einelti?

Samkvæmt skilgreiningu Olweusar og annarra norrænna fræðimanna er einstaklingur lagður í einelti, ef hann eða hún verður fyrir neikvæðum verknaði eins eða fleiri einstaklinga yfir ákveðið tímabil.

„Það er neikvæður og/eða ofbeldiskenndur verknaður ef einhver veldur öðrum viljandi tjóni eða óþægindum – með líkamlegri snertingu, í orði eða á annan hátt. Við tölum ekki um einelti nema þessu til viðbótar sé um að ræða aflsmun, þegar sá sem verður fyrir þessum neikvæða verknaði á erfitt með að verja sig og er harla varnarlaus gagnvart þeim (einum eða fleiri), sem angrar hann eða hana.

Þrennt einkennir eineltishugtakið, samkvæmt ofangreindri skilgreiningu:

  • Árásarhneigt (ýgt) eða illa meint atferli.
  • Um er að ræða endurtekningu sem stendur yfir ákveðinn tíma.
  • Ójafnvægi afls og valda í samskiptum. “

(Úr handbók um Olweusaráætlunina, útg. 2005, bls. 28).