Viðbrögð við jarðskjálfta

Við jarðskjálfta getur verið hættulegt að hlaupa út úr byggingu. Leita skal skjóls og vera kyrr á öruggum stað innandyra t.d. út í horni við burðarveggi fjarri gluggum. Við jarðskjálfta skal hafa eftirfarandi í huga:

Húsgögn
Varast skal húsgögn sem geta hreyfst úr stað.

Innihald skápa
Varast skal hluti sem detta úr hillum og skápum, sérstaklega í eldhúsi.

Ofnar og kynditæki
Halda skal sig fjarri ofnum og kynditækjum sem geta losnað af festingum.

Lyftur
Ekki skal nota lyftur og láta yfirfara þær eftir að jarðskjálfti hefur orðið þar sem lyftur skekkjast oft í jarðskjálfta. 

Rúðubrot
Varast skal stórar rúður sem geta brotnað, víkja frá gluggum og skríða undir borð.

Byggingarhlutar
Við jarðskjálfta geta hlutar úr byggingunni brotnað af. Halda skal sig fjarri þeim stöðum í húsinu þar sem hætta er á hrynjandi byggingahlutum.

Gott er að setja á minnið orðaröðina: KRJÚPA – SKÝLA – HALDA. 

Gæta skal þess að verða ekki fyrir hlutum sem kunna að falla, með því m.a. að:

Fara út í horn burðarveggja, KRJÚPA þar, SKÝLA höfði og HALDA sér ef unnt er

Fara út í horn burðarveggja, KRJÚPA þar, SKÝLA höfði og HALDA sér ef unnt er.

Fara í opnar dyr, KRJÚPA þar, SKÝLA höfði og HALDA sér í karm.Fara í hurðarop, KRJÚPA þar, SKÝLA höfði og HALDA sér.

Fara undir borð, KRJÚPA þar skýla sér og halda í borðfót.

Fara undir borð, KRJÚPA þar, SKÝLA höfði og HALDA í borðfót.