Móttöku- og tilfærsluáætlun

Samkvæmt 16. gr. grunnskólalaga frá 2008 ber grunnskólum að móta og fylgja eftir sérstakri áætlun um móttöku nýrra nemenda. Í móttökuáætlun á að koma fram hvernig skipulagi  á  móttöku nemenda og foreldra/forsjáraðila er háttað í skólanum. Í Árskóla er lögð áhersla á hlýlegar móttökur ásamt því að veita greinargóðar upplýsingar um skólastarfið. Starfsfólk skólans leggur sig fram um að stuðla að farsælli byrjun á skólagöngu nemenda.