Hlutverk bekkjarfulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar. Þeir eru tengiliðir foreldra og umsjónarkennara ef koma þarf sérstökum málum á framfæri við stjórn foreldrafélags eða skólaráð.
Æskilegt er að bekkjarfulltrúar séu minnst tveir til fjórir í hverjum árgangi. Val á bekkjarfulltrúum fer eftir stafrófsröð. Ef foreldri getur ekki tekið að sér starf bekkjarfulltrúa þegar kemur að honum ber honum að finna nýjan bekkjarfulltrúa í samráði við umsjónarkennara. Fráfarandi bekkjafulltrúum ber að miðla upplýsingum og gögnum sem tengjast foreldra- og bekkjarstarfi til nýrra fulltrúa.
Bekkjarfulltrúar fylgjast með því að foreldrastarfið sem ákveðið er í bekknum sé framkvæmt, t.d. bekkjarkvöld, vinahópar og umræðufundir.
Bekkjarfulltrúar ræða við umsjónarkennara um skólastarfið og gang mála í bekknum og miðla upplýsingum til annarra foreldra t.d. á fundum eða með dreifibréfum/ tölvupósti /facebook í samvinnu við umsjónarkennara.
Bekkjarfulltrúar sjá til þess að facebook hópur sé til fyrir foreldra í hverjum árgangi. Tengiliðir skulu vera stjórnendur bekkjarsíðunnar og sjá til þess að allir foreldrar séu þar inni og eyða út þeim sem eru fluttir. Einnig skal tengiliður senda póst á þá sem ekki eru á facebook til að láta þá vita ef eitthvað sérstakt er í gangi.
Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir bekkjarins við foreldrafélag (og fulltrúar foreldra í skólaráði) og sitja í fulltrúaráði foreldrafélagsins sem fundar a.m.k. þrisvar á vetri.
Bekkjarfulltrúar safna í bekkjarmöppu gögnum um það sem gert hefur verið í foreldrastarfi í bekknum til dæmis myndum og öðru sem gaman er að eiga sem og ýmsum öðrum gögnum, t.d. frá skólanum, foreldrafélaginu og skólayfirvöldum. Þeir bera ábyrgð á að mappan fylgi bekknum og fari eftir útskrift nemenda á skólabókasafnið. Ritari geymir möppuna yfir sumarmánuðina og þegar þess er óskað.
Bekkjarfulltrúar reyna að hlusta eftir sjónarmiðum nemenda varðandi andann í bekknum, bekkjarstarfið og störf foreldra í bekknum.
Bekkjarfulltrúar aðstoða kennara við að skipuleggja þátttöku foreldra í skólastarfinu eftir því sem við á, t.d. í tengslum við vettvangsferðir, starfskynningar og heimsóknir foreldra í bekkinn.
Bekkjarfulltrúar aðstoða stjórn foreldrafélagsins við framkvæmd einstakra stærri viðburða, s.s. öskudagsskemmtun.
Bekkjarfulltrúar skulu gæta þess að hafa velferð nemenda, foreldra og kennara að leiðarljósi í bekkjarstarfinu og virða trúnað um persónulega hagi nemenda og foreldra.
Í hverri bekkjardeild eru tveir foreldrar tengiliðir milli skólans og foreldra. Þeir funda með umsjónarkennurum hvers árgangs nokkrum sinnum á skólaárinu. Umsjónarkennarar hafa samband við tengiliði þegar þeir vænta þátttöku foreldra í skólastarfinu, en jafnframt hafa tengiliðir frumkvæði að samstarfi.
Nöfn og netföng tengiliða skólaárið 2021-2022 er að finna hér að neðan: (í uppfærslu)
Tengiliðir í 1. bekk:
Tengiliðir í 2. bekk:
Tengiliðir í 3. bekk:
Tengiliðir í 4. bekk:
Tengiliðir í 5.bekk:
Tengiliðir í 6. bekk:
Tengiliðir í 7. bekk:
Tengiliðir í 8. bekk:
Tengiliðir í 9. bekk:
Tengiliðir í 10. bekk: