Bekkjarfulltrúar - tengiliðir

Hlutverk bekkjarfulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar. Þeir eru tengiliðir foreldra og umsjónarkennara ef koma þarf sérstökum málum á framfæri við stjórn foreldrafélags eða skólaráð.

Æskilegt er að bekkjarfulltrúar séu minnst tveir til fjórir í hverjum árgangi. Val á bekkjarfulltrúum fer eftir stafrófsröð. Ef foreldri getur ekki tekið að sér starf bekkjarfulltrúa þegar kemur að honum ber honum að finna nýjan bekkjarfulltrúa í samráði við umsjónarkennara. Umsjónarkennarar hafa samband við tengiliði þegar þeir vænta þátttöku foreldra í skólastarfinu, en jafnframt hafa tengiliðir frumkvæði að samstarfi.

Verkefnalisti bekkjarfulltrúa/tengiliða:

  • Bekkjarfulltrúar fylgjast með því að foreldrastarfið sem ákveðið er í bekknum sé framkvæmt, t.d. bekkjarkvöld, vinahópar og umræðufundir.

  • Haldin eru tvö bekkjarkvöld, annað á haustin og hitt á vorin, og aðstoða bekkjarfulltrúar við þá viðburði í samráði við umsjónarkennara.

  • Bekkjarfulltrúar haldi umræðufund með foreldrum ef þurfa þykir, án aðkomu kennara. Þar hafa foreldrar svigrúm til að ræða málin og kemur bekkjarfulltrúi skilaboðum áleiðis til skólans eða foreldrafélags ef einhver mál koma upp.

  • Bekkjarfulltrúar skulu sjá til þess að allir foreldrar séu inni á facebook bekkjarsíðu árgangsins og eyða út þeim sem eru fluttir. Einnig skal tengiliður senda póst á þá sem ekki eru á facebook til að láta þá vita ef eitthvað sérstakt er í gangi.

  • Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir bekkjarins við foreldrafélag (og fulltrúa foreldra í skólaráði) og sitja í fulltrúaráði foreldrafélagsins. Bekkjarfulltrúar mæta á aðalfund stjórnar foreldrafélagsins sem haldinn er ár hvert í byrjun skólaárs.

  • Bekkjarfulltrúar aðstoða kennara óski þeir eftir því, við að skipuleggja þátttöku foreldra í skólastarfinu eftir því sem við á, t.d. í tengslum við vettvangsferðir, starfskynningar og heimsóknir foreldra í bekkinn.

  • Bekkjarfulltrúar aðstoða stjórn foreldrafélagsins við framkvæmd einstakra stærri viðburða, s.s. öskudagsskemmtun.

  • Bekkjarfulltrúar skulu gæta þess að hafa velferð nemenda, foreldra og kennara að leiðarljósi í bekkjarstarfinu og virða trúnað um persónulega hagi nemenda og foreldra.

Nöfn tengiliða skólaárið 2023-2024 er að finna hér að neðan:

1.bekkur
Guðrún Ösp Hallsdóttir               
Arnar Bergur Guðjónsson
Sara Pálsdóttir 
Pétur Kristjánsson 
Hugrún Líf Magnúsdóttir            
Birgir Knútur Birgisson     
Ragnhildur Friðriksdóttir
Aðalsteinn Arnarson                
2.bekkur
Arna Björk Árnadóttir                 
Björgvin Ingi Stefánsson             
Stefanía Ósk Pálsdóttir              
 Bjarki Þór Svavarsson       
Anna Hlín Jónsdóttir                    
Magnús Barðdal Reynisson        
Sigrún Elva Benediktsdóttir        
 3.bekkur
Katrín Ingólfsdóttir        
Davíð Már Sigurðsson   
Hrefna Gerður Björnsdóttir        
Kristján Víðir Kristjánsson           
María Anna Kemp Guðmundsdóttir        
Rakel Kemp Guðnadóttir                           
4.bekkur
Ósk Bjarnadóttir                 
 Axel Sigurjón Eyjólfsson  
Sigurlína Erla Magnúsdóttir     
Sigurður Heiðar Birgisson           
Sigurlaug Lilja Halldórsdóttir      
Óttar Friðbjörnsson                     
Guðrún Sigríður Grétarsdóttir                         
Guðmundur Haukur Þorleifsson              
 5.bekkur
Rakel Sturludóttir                         
 Jón Guðni Karelsson     
María Eymundsdóttir                  
Pálmi Jónsson
Álfhildur Leifsdóttir                      
Sölvi Sigurðarson                       
Heiða Björk Jóhannsdóttir          
Árni Gísli Brynleifsson                 
 6.bekkur
Díana Dögg Hreinsdóttir       
 Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir   
Ólína Björk Hjartardóttir             
Ingólfur Valsson                  
Helena Björk Gissurardóttir       
Ívar Gylfason                                 
7.bekkur
Jónína Pálmarsdóttir     
 Halldór Svanlaugsson   
Guðbjörg Óskarsdóttir  
Gunnar Páll Ólafsson    
Anna Hlín Jónsdóttir                    
Magnús Barðdal Reynisson       
 8.bekkur
Sigríður Gunnarsdóttir                       
Þórarinn Eymundsson     
Hera Birgisdóttir                            
Halldór Jón Sigurðsson                 
Karítas Sigurbjörg Björnsdóttir                  
Sigurður Arnar Björnsson                         
9.bekkur
Sigþrúður Jóna Harðardóttir

Sveinþór Ari Arason
Þóra Lísbet Gestsdóttir
Ástmar Sigurjónsson+
Aldís Hilmarsdóttir 

10.bekkur
Tinna Ýr Tryggvadóttir            
Jón Oddur Heiðberg Hjálmtýsson 
Fanney Jóhannsdóttir    
Guðmundur Níels Erlingsson      
Katrín Ingólfsdóttir        
Davíð Már Sigurðsson