Tengiliðir

Hlutverk bekkjarfulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar. Þeir eru tengiliðir foreldra og umsjónarkennara ef koma þarf sérstökum málum á framfæri við stjórn foreldrafélags eða skólaráð.

Æskilegt er að bekkjarfulltrúar séu minnst tveir til fjórir í hverjum árgangi. Val á bekkjarfulltrúum fer eftir stafrófsröð. Ef foreldri getur ekki tekið að sér starf bekkjarfulltrúa þegar kemur að honum ber honum að finna nýjan bekkjarfulltrúa í samráði við umsjónarkennara. Fráfarandi bekkjafulltrúum ber að miðla upplýsingum og gögnum sem tengjast foreldra- og bekkjarstarfi til nýrra fulltrúa.

Bekkjarfulltrúar fylgjast með því að foreldrastarfið sem ákveðið er í bekknum sé framkvæmt, t.d. bekkjarkvöld, vinahópar og umræðufundir. 

  • Haldin eru tvö bekkjarkvöld, annað á haustin og hitt á vorin, og sjá bekkjarfulltrúar um þá viðburði í samráði við umsjónarkennara. 
  • Bekkjarfulltrúi fylgist með framkvæmd vinahópa. Í hverjum vinahópi er eitt foreldri eða forráðamaður tengiliður bekkjarfulltrúa. Bekkjarfulltrúi hefur samband við þann tengilið til að kanna hvort vinahópar hafi verið haldnir. 
  • Bekkjarfulltrúar haldi a.m.k. einn umræðufund með foreldrum að vetri, án aðkomu kennara. Þar hafa foreldrar svigrúm til að ræða málin og kemur bekkjarfulltrúi skilaboðum áleiðis til skólans eða foreldrafélags ef einhver mál koma upp. 

Bekkjarfulltrúar ræða við umsjónarkennara um skólastarfið og gang mála í bekknum og miðla upplýsingum til annarra foreldra t.d. á fundum eða með dreifibréfum/ tölvupósti /facebook í samvinnu við umsjónarkennara. 

Bekkjarfulltrúar sjá til þess að facebook hópur sé til fyrir foreldra í hverjum árgangi. Tengiliðir skulu vera stjórnendur bekkjarsíðunnar og sjá til þess að allir foreldrar séu þar inni og eyða út þeim sem eru fluttir. Einnig skal tengiliður senda póst á þá sem ekki eru á facebook til að láta þá vita ef eitthvað sérstakt er í gangi. 

Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir bekkjarins við foreldrafélag (og fulltrúar foreldra í skólaráði) og sitja í fulltrúaráði foreldrafélagsins sem fundar a.m.k. þrisvar á vetri. 

Bekkjarfulltrúar safna í bekkjarmöppu gögnum um það sem gert hefur verið í foreldrastarfi í bekknum til dæmis myndum og öðru sem gaman er að eiga sem og ýmsum öðrum gögnum, t.d. frá skólanum, foreldrafélaginu og skólayfirvöldum. Þeir bera ábyrgð á að mappan fylgi bekknum og fari eftir útskrift nemenda á skólabókasafnið. Ritari geymir möppuna yfir sumarmánuðina og þegar þess er óskað.

Bekkjarfulltrúar reyna að hlusta eftir sjónarmiðum nemenda varðandi andann í bekknum, bekkjarstarfið og störf foreldra í bekknum. 

Bekkjarfulltrúar aðstoða kennara við að skipuleggja þátttöku foreldra í skólastarfinu eftir því sem við á, t.d. í tengslum við vettvangsferðir, starfskynningar og heimsóknir foreldra í bekkinn. 

Bekkjarfulltrúar aðstoða stjórn foreldrafélagsins við framkvæmd einstakra stærri viðburða, s.s. öskudagsskemmtun.

Bekkjarfulltrúar skulu gæta þess að hafa velferð nemenda, foreldra og kennara að leiðarljósi í bekkjarstarfinu og virða trúnað um persónulega hagi nemenda og foreldra.

 Í hverri bekkjardeild eru tveir foreldrar tengiliðir milli skólans og foreldra. Þeir funda með umsjónarkennurum hvers árgangs nokkrum sinnum á skólaárinu. Umsjónarkennarar hafa samband við tengiliði þegar þeir vænta þátttöku foreldra í skólastarfinu, en jafnframt hafa tengiliðir frumkvæði að samstarfi.

Nöfn og netföng  tengiliða skólaárið 2019-2020 er að finna hér að neðan.

 

Tengiliðir í 1. bekk:

Álfheiður Kristín Harðardóttir, alfheidur.kri3109@gmail.com 

Ásta Hermannsdóttir, asta_hermanns@hotmail.com 

María Dröfn Guðnadóttir, mariadrofng@simnet.is 

For. Svanhvít Gróa Guðnadóttir, groag@simnet.is

 

Tengiliðir í 2. bekk:

Guðrún Halldóra Björnsdóttir, dorabj@mi.is 

Karítas G. Thoroddsen, kaja.g@hotmail.com  

Gígja Hrund Símonardóttir, gigjasimonar@gmail.com

 

Tengiliðir í 3. bekk:

Klara Björk Stefánsdóttir, klarabjork@hotmail.com / Gunnar Smári Reynaldsson, greynalds@hotmail.com 

Ásbjörg Ýr Einarsdóttir, obbayr85@gmail.com / Benedikt Rúnar Egilsson, benedikt.egilsson@ks.is 

Ólöf Ösp Sverrisdóttir, o.sverris@gmail.com  / Snorri Geir Snorrason, sgs1105@gmail.com

 

Tengiliðir í 4. bekk:

Róbert Óttarsson, robertottars@gmail.com 

Ósk Bjarnadóttir, oskbjarna@gmail.com 

Kári Þorsteinsson, kari@fjolnet.is  

 

Tengiliðir í 5.bekk:

Hanna Dóra Björnsdóttir, hannadora@gmail.com / Einar Andri Gíslason, andrig@skagafjordur.is 

Drífa Hrund Árnadóttir, drifa.arnadottir@ks.is / Árni Ingólfsson, arnii@me.com 

 

Tengiliðir í 6. bekk:

Grazyna Maria Garlak, grazinag@simnet.is 

Heba Guðmundsdóttir, hebajohn@gmail.com 

Kolbrún Dögg Sigurðardóttir, kolbrun83@gmail.com 

 

Tengiliðir í 7. bekk:

Jónína Pálmarsdóttir, joninapalmarsd@gmail.com / Halldór Svanlaugsson, dori.s@talnet.is

Anna Freyja Vilhjálmsdóttir, anna_freyja@hotmail.com / Jón Jökull Jónsson, annajokull@simnet.is

Ólöf Arna Pétursdóttir, ola.73.p@gmail.com / Hjalti Vignir Sævaldsson, hjaltivignir80@gmail.com

 

Tengiliðir í 8. bekk: 

Þorgerður Eva Þórhallsdóttir, 3skogargata@gmail.com

Kristín Guðbjörg Snæland/Sigurður Leó Ásgrímsson, kristins@arskoli.is

Eva María Sveinsdóttir, evamariasveinsdottir@gmail.com / Björn Magnús Árnason, bjornm16@gmail.com

Margrét Viðarsdóttir / Rögnvaldur Ingi Ólafsson, margret.vidars@ils.is 

 

Tengiliðir í 9. bekk:

Svavar Atli Birgisson, svavaratli@internet.is 

Katrín Ingólfsdóttir, katrin07@hotmail.com 

Rósa Dóra Viðarsdóttir, rosaogdori@internet.is 

Anna Birgisdóttir, annabirgis@internet.is 

 

Tengiliðir í 10. bekk:

Camilla Munk Sörensen/Björn Sigurður Jónsson, boddij@simnet.is

Sonja Sig Sigurðardóttir, sonjasifs@gmail.com / Magnús Hafsteinn Hinriksson, mhh@skv.is

Ragna Fanney Gunnarsdóttir, raggafanney@gmail.com / Viktor Guðmundsson, vicks100473@gmail.com

Ragnhildur Þórðardóttir/ Snæbjörn Björnsson, ragnh82@hotmail.com