Hvað geta foreldrar gert?

Foreldrar þurfa eins og aðrir að vera vakandi gagnvart einelti í skólasamfélaginu.
Við skorum á þá að leggja okkur lið í baráttunni gegn þessu böli.

Foreldri eða forráðamaður, sem býður í grun að barn sé lagt í einelti, ætti að snúa sér til umsjónarkennara barnsins. Það er þá á ábyrgð hans að grafast fyrir um málið og skal framgangur málsins vera í samræmi við eineltisáætlun Árskóla.

Hið sama á við, ef grunur leikur á að barn leggi í einelti.

Allir nýir foreldrar skulu fá upplýsingar um fræðsluefni í áætluninni  en sérstakan foreldrabækling má nálgast á heimasíðunni olweus.is.

Foreldrabæklingur   http://dev.olweus.is/wp-content/uploads/2013/11/Einelti.pdf