Þróunarstarf

Í Árskóla leggja starfsmenn  og nemendur sig fram um að skapa virkt lærdómssamfélag. Markmiðið er að Árskóli sé skóli sem lærir. Með öflugu innra mati á skólastarfinu skapast grundvöllur til umbóta og nýtingar sóknarfæra til eflingar skólastarfs. Mörg umbótaverkefni hafa eflt skólastarfið í kjölfar sjálfsmats. Samstarf um þróunarstarf við aðila utan skólans, s.s. við aðra skóla og stofnanir, hefur einnig verið farsælt og auðgað skólastarf í Árskóla. 

Þróunarstarf er verkefni allra sem að skólastarfinu koma. Fagleg forysta stjórnenda er lykilinn að því að leiða árangursríkar umbætur í skólastarfinu. Markviss símenntunaráætlun skólans er ennfremur jarðvegur fyrir nýbreytni í skólastarfinu. Í Árskóla deilir allt starfsfólk sameiginlegri ábyrgð á gæðum skólastarfs og hefur hag nemenda að leiðarljósi í öllum störfum.