Fagmennska starfsfólks

Í Árskóla starfar fagmennskuteymi sem heldur utan um námsmatsvinnu, innra mat og félagastuðning. Markmiðið með félagastuðningi er að hverjum starfsmanni gefist kostur á að fylgjast með starfi samstarfsfélaga á vettvangi, eftir áhugasviði. Einnig að stuðla að starfsþróun hvers og eins og nýta til þess þann mannauð sem fyrir er í Árskóla og að efla þekkingu alls starfsfólks á fjölbreytileika skólastarfs í Árskóla.