Við virðum okkur sjálf

Við erum stundvís.

  • Við mætum stundvíslega í kennslustundir og á alla viðburði er tengjast skólastarfinu.

Við stundum námið af ábyrgð og samviskusemi.

  • Við sýnum ábyrgð með því að stunda nám okkar af kostgæfni, jafnt heima og í skóla og berum ábyrgð á því að hafa með okkur þær bækur og  námsgögn sem kennarinn telur nauðsynleg hverju sinni.

  • Við höfum góðan vinnufrið í kennslustundum.

Við tileinkum okkur hollar og heilbrigðar lífsvenjur.

  • Við gætum þess að koma úthvíld í skólann.

  • Við borðum hollan mat og hreyfum okkur reglulega.

  • Við notum ekki áfengi, tóbak og aðra vímuefnagjafa. 

  • Við erum ekki með sælgæti eða gos.

 Við berum ábyrgð á eigum okkar. 

  • Við berum ábyrgð á eigum okkar sem við erum með s.s. tölvubúnaði, símum, hjólum eða öðrum verðmætum.