Skólasöngur

Skólasöngurinn skipar veglegan sess í skólastarfinu. Lögð er áhersla á að allir nemendur skólans kunni skólasönginn. Textinn er eftir Björn Daníelsson, fyrrverandi skólastjóra Barnaskólans.

Skólasöngur Árskóla

Við syngjum að morgni með æskuléttri lund,
því lífið og gæfan oss kalla á sinn fund,
og skólans merki hefjum hátt frá jörð
til heilla fyrir sveit vora Skagafjörð.

Því okkur er falið að erfa þessa byggð
og efla til dáða og rækta starf og tryggð.
Á langferð gegnum lífsins bjarta vor,
ó, landsins drottinn, blessa þú öll vor spor.