Heimanám

Mikilvægt er að foreldrar styðji við nám og vinnu barna sinna og gert er ráð fyrir að lestrarfærni sé þjálfuð heima daglega eins lengi og þörf er á. Um annað heimanám gildir sú meginregla að þar sem nemendur eru ólíkir þá beri að koma til móts við námsþarfir þeirra á forsendum hvers og eins. Heimanám er hluti af námi nemandans og er í öllum tilfellum tekið inn í námsmat. Kennarar fylgjast með heimanámsskilum nemenda sinna og skrá þau í Mentor.