Reglur varðandi forföll nemenda í íþróttum og sundi

Foreldri/forsjáraðili skal tilkynna forföll nemanda á skrifstofu skólans áður en íþróttatími hefst, en ekki í íþróttahúsið eða sundlaugina. Ætlast er til að nemendur fari í sturtu eftir íþróttatíma, nema nemendur í 1. og 2. bekk. Láti foreldri/forsjáraðili ekki vita um forföll fær viðkomandi nemandi skráða fjarvist. Engir miðar eru teknir til greina. Nemandi sem ekki getur mætt í íþróttatíma fylgist ekki með kennslunni, en bíður á svæði fyrir framan íþróttasal. Sund fellur niður þegar frost er meira en -6°C og mikil vindkæling.