Símenntunaráætlun

Símenntunaráætlun Árskóla 2025-2026

Hverjum skóla er skylt að gera símenntunaráætlun (12. gr. grunnskólalaga frá 2008). Áætlunin skal vera í sem bestu samræmi við áherslur skólans, sveitarfélagsins og aðalnámskrár. Kennarar, skólastjórnendur og almennir starfsmenn grunnskóla eiga kost á reglulegri símenntun í þeim tilgangi að efla sig í starfi. Til símenntunar starfsmanna telst öll formleg fræðsla eins og nám, námskeið, fræðsluerindi og fræðslufundir. Einnig óformleg fræðsla eins og vettvangsferðir, handleiðsla, kynningar á kennarafundum og heimsóknir í kennslustundir hjá samkennurum. Val á námskeiðum og fræðslufundum byggist á áherslum og stefnu skólans og Menntastefnu Skagafjarðar. 

Skólinn styður jafnframt við starfsmenn sem fara í nám til aukinna starfsréttinda með því að gera þeim kleift að stunda nám á starfstíma skóla. Starfsmenn skóla geta einnig óskað eftir að fara á námskeið sem þeir telja að nýtist sér í starfi. 

Símenntunaráætlun skólans er í sífelldri endurskoðun og getur breyst eftir aðstæðum hverju sinni. Starfsmenn eru hvattir til þátttöku í fræðslu og námskeiðum sem boðið er upp á jafnt og þétt yfir skólaárið. Samkvæmt símenntunaráætlun skóla ber starfsmönnum að sækja þau námskeið sem þeim er ætlað að fara á. Endanleg ákvörðun símenntunar er í höndum skólastjóra. 

 Símenntun starfsfólks 2025/26