Skólamötuneyti

Ákveðnir nestistímar eru á hverjum degi þar sem boðið er upp á morgunmat. Nemendur geta keypt morgunmat, verið í áskrift hálfan eða allan veturinn. Boðið er upp á hafragraut, ávexti, súrmjólk, morgunkorn og mjólk. Einstaka sinnum er boðið upp á brauð. Matráður og starfsmenn mötuneytis útbúa morgunverðinn og afgreiða hann til nemenda sem neyta hans í matsal skólans. 

Öllum nemendum og starfsfólki gefst kostur á hádegisverði sem eldaður er utan skólans og afgreiddur í skólamötuneytinu. Hádegisverður er pantaður á rafrænu formi á vef skólans. Hægt er að skrá sig í stakar máltíðir fyrir hvern mánuð eða fasta áskrift.