Danska

Nám í dönsku er mikilvægt til að viðhalda og efla tengsl við norrænar þjóðir. Skyldleiki norrænu málanna er mikill og nám í dönsku eflir samskipti við önnur Norðurlönd. Mikill fjöldi íslenskra námsmanna stundar nám á Norðurlöndunum og því mikilvægt að nemendur öðlist grunnfærni í einu norrænu tungumáli. Í Árskóla hefst dönskukennsla í 7. bekk. Lögð er mikil áhersla á samskipti og heimsóknir milli Árskóla og vinaskóla í Danmörku  í tengslum við starf 10. bekkjar.