Stoðþjónusta

Í Árskóla er lögð áhersla á að koma til móts við alla nemendur.  Jafnrétti til náms er haft að leiðarljósi þar sem stuðlað er að alhliða þroska og menntun nemenda í samræmi við grunnskólalög. Í núgildandi lögum um grunnskóla frá 2008, 2. grein, stendur að grunnskólinn skuli leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins.

Í 17. grein laganna segir að nemendur sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra örðugleika og/eða fötlunar, sbr. 2. gr. laga um málefni fatlaðra, nemendur með leshömlun, langveikir nemendur og aðrir nemendur með heilsutengdar sérþarfir, eigi rétt á sérstökum stuðningi í námi í samræmi við metnar sérþarfir. Markmið stoðþjónustu Árskóla er að mæta þörfum þessara nemenda með sérkennslu, stuðningskennslu og/eða öðrum sértækum úrræðum. Til þess að ná fyrrgreindum markmiðum er áhersla lögð á að meta námsþarfir hvers nemanda fyrir sig, sveigjanlega kennsluhætti og þverfaglega samvinnu. Í skólanum er lögð áhersla á gott samstarf allra þeirra sem að nemandanum koma, bæði utan skóla og innan, til þess að ná sem bestum árangri. Markvisst er unnið að þessum markmiðum með teymisvinnu þeirra sem að nemendum koma hverju sinni.

English
At Árskóli, the emphasis is on accommodating all students. Equality to study is a guiding principle, as the development and education of students is promoted in accordance with the Education Law. In the current law on primary schools from 2008, Article 2, it is stated that the primary school must strive to conduct its activities in the fullest possible accordance with the nature and needs of students and promote the development, health and education of each individual.

Article 17 of the law states that students who have difficulties with learning due to specific learning difficulties, emotional or social difficulties and/or disabilities, cf. Article 2 Act on issues of the disabled, students with learning disabilities, chronically ill students and other students with health-related special needs, are entitled to special support in accordance with the assessed special needs. The goal of Árskóli's support services is to meet the needs of these students with special education, support education and/or other specific resources. In order to achieve these goals, emphasis is placed on assessing the learning needs of each student individually, flexible teaching methods and collaboration across subjects. The school emphasizes on good cooperation of all those who work with the student, both outside and inside the school, in order to achieve the best possible results. Personnel who work with the students each time systematically work toward these goals through teamwork.