Um Árvist

Árvist er frístundaheimili í húsnæði Árskóla fyrir nemendur í 1.-4. bekk skólans.

Í Árvist er lögð áhersla á:

*Hlýlegt og öruggt umhverfi.

*Frjálsan og skapandi leik þar sem börnin velja sjálf viðfangsefni.

*Góð samskipti þar sem við berum virðingu fyrir okkur sjálfum, öðrum og umhverfi okkar.

Skráning í Árvist fer fram í maí ár hvert, hægt er að sækja um á heimasíðu skólans, nálgast eyðublöð  í Árvista eða hjá ritara skólans. Umsóknin gildir einungis fyrir komandi/núverandi  skólaár.

Daglegur opnunartími  Árvistar er frá kl. 13:10-16:30. 

Viðverutími í Árvist getur verið allt frá 1 klst. til 17.5 klst. á viku. Ef breyta á vistun eða segja upp plássi þarf að gera það með tveggja vikna fyrirvara.

Árvist er opin á starfs- og  foreldraviðtalsdögum skólans og í vetrarfríum  frá kl. 8:00-16:00.  Sérstök skráning fer fram á þessum dögum og þeir eru greiddir sér.  Lokað er í jóla- og páskafríum og á fræðsludegi sveitafélagsins sem haldinn er í ágúst ár hvert.

Við í Árvist erum í samstarfi við UMF Tindastól og geta því börnin sótt íþróttaæfingar í sínum viðverurtíma.  Auk aðstöðunnar sem við höfum í kjallara skólans nýtum við einnig útisvæði skólans,matsal, bókasafn,  tónmenntastofu og íþróttahús þegar færi gefst.

Árvist lokar eftir skólaslit og opnar aftur um miðjan ágúst.