Skólaíþróttir

Heilbrigður lífsstíll eykur velferð og vellíðan nemenda.  Mikilvægt er að allir nemendur fái útrás fyrir hreyfiþörf sína daglega. Íþróttakennslan fer fram utan dyra á haustin og vorin og er nánasta umhverfi skólans nýtt til hreyfingar. Lögð er áhersla á að nemendur fái fjölbreytta hreyfikennslu og fái að kynnast sem flestum íþróttagreinum.

Allir nemendur fá 1 kennslustund á viku í sundi, nema í 1. - 2. bekk er sund kennt í 2x10 tíma námskeiðum í maí og september. Rík áhersla er lögð á öryggi nemenda  og  eru 2 - 3 sundkennarar að kenna hverjum hópi og er einn þeirra ofan í laug með nemendum. Þegar nemendur hafa aðlagast vatninu er farið að kenna  algengustu sundaðferðir. Með íþrótta- og sundkennslu er markmiðið m.a. að efla líkamsþroska nemenda með auknu þoli, krafti, hraða og liðleika.