Ytra mat

Tvívegis hefur úttekt verið gerð á sjálfsmatsaðferðum skólans á vegum menntamálaráðuneytisins, árin 2004 og 2009. Uppfyllti skólinn viðmið um sjálfsmatsaðferðir og framkvæmd þeirra í bæði skiptin. 

Í október 2010 var starfsemi Árskóla tekin út á vegum Menntamálaráðuneytisins. Markmið úttektarinnar var að leggja mat á starfsemi skólans með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og Aðalnámskrá grunnskóla 2011. Áhersla var lögð á stefnu og stjórnun, skipulag kennslu, innra mat, námskröfur, fyrirkomulag námsmats, val í námi og sérfræðiþjónustu sveitarfélagsins. Úttektin beindist einnig að mati og eftirliti sveitarfélagsins með skólastarfi og hvernig það nýtist skólanum. Meginniðurstöður matsaðila eru birtar á eftirfarandi vefslóð