Myndatökur

Teknar eru myndir af nemendum í 8., 9. og 10. bekk og starfsfólki þriðja hvert ár fyrir skólaspjald. 

Menntamálaráðuneytið, foreldrasamtökin Heimili og skóli og SAFT hafa gefið út almenn viðmið fyrir myndbirtingar í skólum. Viðmiðin eru byggð á gögnum frá Persónuvernd. Foreldrar geta óskað eftir því að myndir af börnum þeirra séu ekki birtar á heimasíðu, í kynningarefni eða bæklingum, Facebook- og Twittersíðum á vegum skólans með því að fylla út sérstakt eyðublað.