Reglur um símanotkun

Reglur um símanotkun í Árskóla

Yngsta stig (1. - 4. bekkur).

Á yngsta stigi er símanotkun nemenda óheimil á skólatíma og þeir sem eru með slík tæki geyma þau í skólatöskum.

Miðstig (5. - 7. bekkur).

Á miðstigi er símanotkun nemenda óheimil á skólatíma og þeir sem eru með slík tæki geyma þau í skólatöskum.

Unglingastig (8. - 10. bekkur).

Nemendur í 8. - 10. bekk geta notað símann sinn til kl. 8:10 á morgnana. Símar mega aldrei sjást á borðum nemenda í kennslustundum. 

Í lengri frímínútum, fyrir hádegi, eru engir símar leyfðir. Í styttri frímínútum (10 mínútna langar), fyrir hádegi, mega nemendur nota tækin í kennslustofum. Eftir hádegi eru reglur um símanotkun slakari. Þá taka við valgreinar hjá 9. og 10. bekkingum. Áfram gildir reglan um að engir símar megi vera í kennslustundum. Á Þekjunni, gangi unglingastigs, má nota síma en ekki annars staðar í skólanum. 

Nú eru drög að frumvarpi um síma og snjalltækjanotkun í skólum frá mennta- og barnamálaráðuneyti til umsagnar í samráðsgátt 

https://island.is/samradsgatt/mal/4080 og fylgst verður með niðurstöðu úr því máli.