Mentor – fjölskylduvefur

Árskóli er í samstarfi við Mentor – fjölskylduvef, en þar er hægt að nálgast upplýsingar um ástundun og hegðun nemenda, heimanámsáætlanir, námslotur vetrarins, námsmat, bekkjarlista og stundatöflur. Nemendur og foreldrar/forsjáraðilar fá veflykil hjá skólaritara við upphaf skólagöngu sem veitir nemendum og heimilum aðgang að upplýsingunum. Mikilvægt er að foreldrar/forsjáraðilar skrái netföng hjá ritara skólans því algengast er að tilkynningar séu sendar út rafrænt. Ef lykilorð týnist er hægt að fá nýtt hjá ritara. Heimasíða Mentors er á www.mentor.is, en einnig er hægt að tengjast fjölskylduvef frá heimasíðu skólans. Snjalltækjaútgáfu af Mentor fyrir nemendur og foreldra er hægt að nálgast með Mentorappinu í App Store eða Google Play.