Forvarnar- og heilsustefna

Það er stefna Árskóla að halda úti svo öflugu fræðslu- og forvarnarstarfi að sérhver nemandi útskrifist án þess að ánetjast vímuefnum; hvort sem um ræðir tóbak, áfengi eða önnur vímuefni. Markmiðið er að einstaklingurinn haldi þessum viðhorfum til framtíðar. Til að ná þessum markmiðum er lögð áhersla á uppbyggilega forvarnarfræðslu,  heilbrigt félagslíf, ástundun tómstunda og íþrótta og að rækta heilbrigð vinasambönd: Í Árskóla er góð aðstaða til íþróttakennslu, öflugt stoðkerfi og í mötuneyti skólans er boðið upp á fjölbreyttan morgunverð og heitan mat í hádeginu. Lögð er áhersla á að taka þátt í heilsueflandi atburðum eins og t.d. Göngum í skólann og Skólahreysti. Einnig er Íþróttahátíð Árskóla fastur liður í skólastarfinu.

  • Unnið er eftir forvarnaráætlun grunnskólanna í Skagafirði og áætlunum frá heilsueflandi grunnskólum. Olweusaráætlunin er einnig hluti af forvarnarfræðslu skólans. 

  • Árskóli leggur áherslu á að vinnuaðstaða starfsfólks og nemenda sé sem best.

  • Í Árskóla er unnið samkvæmt stefnu Lýðheilsustöðvar varðandi næringu og hollustu.