Heimilisfræði

Heimilisfræðikennslu er ætlað að stuðla að góðu heilsufari, heilbrigðum lífsháttum og neysluvenjum, jafnrétti, neytendavitund og verndun umhverfis. Mikilvægt er að nemendur fái þjálfun í undirstöðuatriðum heimilisstarfa og fái markvissa fræðslu um hollustu og holla matargerð.

Ætlast er til að nemendur öðlist sjálfstæði í vinnubrögðum. Þeir læri að setja saman matseðil með tilliti til hollustu, tileinki sér hreinlæti við heimilisstörf og ábyrga umgengni við umhverfi sitt.