Upplýsingatækni

Umsjónarmaður tæknimála starfar í skólanum og vinnur hann, ásamt stjórnendum að mótun stefnu skólans í upplýsingatæknimálum og aðstoðar  starfsfólk og nemendur í kennsluháttum og námstækni í takt við tækniþróun. Haustið 2021 var þeim áfanga náð að spjaldtölvuvæða allan skólann þar sem allir nemendur í 1. - 10. bekk hafa aðgang að spjaldtölvu til náms í skólanum.