6.kafli - Mat á skólastarfinu

Í anda skólastefnunnar leggur starfsfólk Árskóla ríka áherslu á að meta alla þætti skólastarfsins kerfisbundið. Í Árskóla er unnið samkvæmt skoska sjálfsmatskerfinu How Good Is Our School sem ber heitið Hversu góður er grunnskólinn okkar? í íslenskri þýðingu. Eldri útgáfa af kerfinu nefndist Gæðagreinar 2. Áætlun um innra mat er gerð til þriggja ára í senn. Sú áætlun getur tekið breytingum á tímabilinu þar sem aðstæður geta kallað á breyttar þarfir. Allt starfsfólk skólans tekur þátt í matinu. Nemendur og foreldrar hafa einnig verið virkjaðir til þátttöku í mati á skólastarfi með aðferðum kerfisins og taka því með þeim hætti virkan þátt í mótun skólastarfs eins og skólastefna sveitarfélagsins kveður á um. Nýja útgáfa kerfisins Hversu góður er grunnskólinn okkar er aðeins gefin út á prenti.