Tónmennt

Meginmarkmið tónmenntakennslu er að efla alhliða þroska nemandans. Tónlistariðkunin hefur yfirfærslugildi á aðra hæfni og þekkingu, svo sem samhæfingu hugar og handar, lestrarþjálfun, málþroska, formskynjun, samvinnu og samlíðan, félagsmótun, hlutfallaskynjun, sögu og samfélagsskilning.
Nemendur syngja ýmsa söngva bæði í stofu og á sal, íslenska sem erlenda. Í samstarfi við Tónlistarskólann fá nemendur kynningu á helstu hljóðfærum.