Jafnréttisstefna Árskóla

Í samræmi við jafnréttisáætlun Árskóla og jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur Árskóli áherslu á jafnrétti kynja í hvívetna, bæði meðal nemenda og starfsfólks.

Starfsmenn

  • Gæta skal þess að starfsmenn hafi jafnan rétt til launaðra starfa innan Árskóla og fái jöfn laun fyrir sömu vinnu, óháð kyni. 

  • Gæta skal þess að hlutfall kynjanna sé sem jafnast í nefndum, ráðum og áhrifastöðum innan skólans. 

  • Jafnréttissjónarmið verði metin til jafns við önnur mikilvæg sjónarmið sem ráða við stöðuveitingar. 

  • Í auglýsingum skal þess gætt að hafa bæði kynin í huga.

  • Í Árskóla eiga starfsmenn kost á sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri hagræðingu varðandi vinnutíma. 

  • Starfsfólki verði gert kleift að minnka við sig vinnu tímabundið til að sinna fjölskylduábyrgð, svo sem umönnun barna og sjúkra fjölskyldumeðlima. Með þessu móti er starfsfólki auðvelduð samræming á fjölskylduábyrgð og starfsskyldum. 

  • Allt starfsfólk á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og skulu jafnframt koma fram af virðingu við aðra.

  • Kynbundin og kynferðisleg áreitni er ekki liðin í Árskóla. í Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar er skýr afstaða tekin gegn kynbundnu ofbeldi.