Árlegar kannanir

Þegar skólastarf er metið er mikilvægt að nota árangursríkar leiðir til að leita eftir skoðunum allra hagsmunaaðila um gæði skólastarfsins. Í Árskóla eru  kannanir sem styðja við sjálfsmat skólans lagðar fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk með reglubundnum hætti. Niðurstöður úr slíkum könnunum gefa góðar vísbendingar um skólastarfið. Þegar niðurstöður eru jákvæðar um skólastarfið styrkir það skólasamfélagið til áframhaldandi góðra verka. Þegar niðurstöður draga fram veikleika í skólastarfinu er reynt að bregðast við með viðeigandi umbótum eins fljótt og auðið er. Það er því mikilvægt að ná til sem flestra þegar kemur að því að meta skólastarfið.

Nemendakönnun

Nemendur í 6. – 10. bekk taka þátt í rafrænni nemendakönnun Skólapúlsins jafnt og þétt yfir skólaárið. Gott aðgengi er því að gögnum/vísbendingum sem nota má við sjálfsmat skólans. 

Foreldrakönnun

Foreldrakönnun er lögð fyrir rafrænt í gegnum Skólapúlsinn og er framkvæmd í febrúar annað hvert ár. Könnunin er lögð fyrir foreldra barna á öllum aldursstigum. Niðurstöður á yngsta, mið- og unglingastigi eru birtar með samanburði við landsmeðaltal í byrjun mars svo lengi sem 80% svarhlutfalli hefur verið náð. Gott aðgengi er því að gögnum/ vísbendingum sem nota má við sjálfsmat skólans.

Starfsmannakönnun/skimun

Á hverju vori er lögð fyrir starfsmannakönnun/skimun þar sem tilgangurinn er að fá yfirlit yfir stöðu allra lykilþátta skólastarfsins. Spurningarnar og svör við þeim eru flokkaðar skv. Gæðagreinunum og nýtast við sjálfsmat skólans.

Skólinn tekur einnig þátt í starfsmannakönnun Skólapúlsins sem fer fram í mars.