Einstaklingsnámskrá

Einstaklingsnámskrá er gerð fyrir þá nemendur sem geta ekki af einhverjum ástæðum fylgt skólanámskrá. Uppbygging námskránna er mismunandi en allar taka þær mið af Aðalnámskrá grunnskóla, bekkjarnámskrám og sértækum þörfum nemenda. Áhersla er lögð á að markmið einstaklingsnámskrár séu eins mælanleg og kostur er.

Námsmat er framkvæmt á mismunandi hátt í samræmi við einstaklingsnámskrá. Sem dæmi má nefna próf, einstaklingsmiðaðar kannanir, gátlista, umsögn, huglægt mat og möppumat.