Útivistareglur

Í tilkynningu um útivistartíma barna og unglinga frá lögreglunni á Sauðárkróki segir: Börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20:00 nema í fylgd með fullorðnum. Undantekning er frá þessari reglu ef um er að ræða samkomu á vegum skóla eða Húss frítímans. Unglingar 13-16 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 22:00.