Öllum nemendum og starfsfólki gefst kostur á hádegisverði sem eldaður er utan skólans og afgreiddur í skólamötuneytinu. Hádegisverður er pantaður á rafrænu formi á heimasíðu skólans fyrir einn mánuð í senn eða heila önn. Hægt er að skrá sig í fasta áskrift fyrir heila önn (fyrir áramót og eftir áramót).
Verð fyrir hádegisverð er kr. 671,- fyrir stakar máltíðir, en kr. 516,- ef viðkomandi er í fastri áskrift.
Hægt er að fá morgunverð í skólanum, en einungis í fastri áskrift heila önn. Verð fyrir morgunverð er kr. 249,- pr. dag. Í boði er hafragrautur, ávextir, súrmjólk, morgunkorn og mjólk. Stöku sinnum er boðið upp á brauð. Matráður og starfsmenn mötuneytis útbúa morgunverðinn og afgreiða hann til nemenda sem neyta hans í matsal skólans. Nemendum er einnig heimilt að koma með nesti að heiman.
Vinsamlegast athugið að við matarskráningu eru notuð rafræn skilríki.
Eftir innskráningu með rafrænum skilríkjum opnast skráningarsíða þar sem kennitala nemanda er skráð í gluggann „Sækja um fyrir“.
Hlekkur á skráningu í hádegismat og morgunmat.
Matseðlar skólaárið 2023-2024:
Októbermatseðill
Ágústmatseðill
Septembermatseðill