Skólasálfræðingur

Skólasálfræðingur veitir þjónustu í samræmi við 40. gr. grunnskólalaga frá 2008 og reglugerð nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum. Verkefnin geta verið margvísleg, en fyrst og fremst er um að ræða greiningu á þeim, sem eiga í námslegum og tilfinningalegum erfiðleikum og leit að leiðum þeim til aðstoðar. Skólasálfræðingur veitir ráðgjöf til kennara og foreldra og vísar, ef þörf krefur, til sérhæfðra úrræða utan svæðis.