Sjáum styrkleikann

Sjáum styrkleikann er þróunarverkefni sem er finnskt að uppruna og snýr að því að efla nemendur og starfsfólk til að þekkja og nýta styrkleika sína við mismunandi aðstæður. Verkefnið er byggt á grunni jákvæðrar sálfræði og er ætlað að styrkja sjálfsmynd og andlega vellíðan.