Móttaka nemenda í 1. – 10. bekk sem hefja nám eftir að skólastarf er hafið

Foreldrar/forsjáraðilar innrita barn sitt í skólann hjá skólastjórnendum. Ritari skráir nýja nemendur inn í Mentor. Deildarstjóri kynnir nemendur og foreldra/forsjáraðila þeirra fyrir starfsfólki skólans ásamt því að farin er kynnisferð um skólahúsnæðið. 

Nemendur, ásamt foreldrum/forsjáraðilum þeirra, eru boðaðir til viðtals hjá umsjónarkennurum áður en formleg skólaganga nemenda hefst. Umsjónarkennarar veita helstu upplýsingar um skólastarfið. Einnig benda þeir á upplýsingar um skólann á heimasíðu skólans og afhenda nemendum stundaskrá og námsgögn. Umsjónarkennarar kynna nemendur fyrir nýjum bekkjarfélögum.