Kynningar- og fræðslufundir

Í upphafi hvers skólaárs boða umsjónarkennarar hvers bekkjar eða árgangs foreldra/forsjáraðila til sín og kynna þeim starf komandi vetrar. Þar gefst tækifæri til að ræða einstök mál er varða nám og annað er lýtur að starfinu. Foreldrar/forsjáraðilar nemenda 1. bekkjar mæta í sérstök viðtöl hjá umsjónarkennurum við upphaf skólagöngu barna sinna. Foreldrafræðslufundir eru haldnir að hausti fyrir foreldra/forsjáraðila nemenda í 1., 5. og 8. bekk. Í tengslum við forvarnarfræðslu nemenda skólans eru foreldrar/forsjáraðilar ávallt boðaðir til fundar sem einungis er ætlaður þeim. Nokkrum sinnum á vetri eru flutt fræðsluerindi á vegum skólans sem foreldrum/forsjáraðilum býðst að sækja. Þegar skólaferðalög, fjáraflanir nemenda eða aðrir sérstakir viðburðir standa fyrir dyrum eru foreldrar/forsjáraðilar gjarnan boðaðir til fundar þar sem fyrirhugaður viðburður er kynntur, málin rædd og leitað eftir samþykki og samstarfi.