Bekkjarfulltrúar - tengiliðir

Hver árgangur á sér fjóra fulltrúa foreldra/forsjáraðila sem eru tengiliðir umsjónarkennara/skólans við heimilin í viðkomandi árgangi í ýmsu er varðar félagsstarf  bekkjarins. Umsjónarkennarar funda með sínum tengiliðum eins oft og þurfa þykir en þó að minnsta kosti tvisvar á vetri. Skal fyrsti fundur vera sem fyrst eftir að skólastarf hefst að hausti. Tengiliðir ákvarðast að hausti eftir stafrófsröð nemenda og starfa í eitt skólaár í senn.

Nöfn og netföng tengiliða er að finna á vef skólans.