Foreldrar

Í Árskóla er mikið lagt upp úr góðu samstarfi við foreldra.

Skipulögð foreldraviðtöl vegna allra nemenda eru tvisvar á ári, við upphaf mið- og vorannar.
Utan þeirra eru foreldrar hvattir til að notfæra sér símatímana eða senda kennurunum tölvupóst. 

Foreldrafélagið heldur aðalfund einu sinni á ári og verða fundargerðir birtar hér, sem og lög félagsins.

Hver bekkjardeild á sér tvo fulltrúa sem eru tengiliðir umsjónakennarans (skólans) við foreldra barnanna í viðkomandi deild. Umsjónarkennarar funda með sínum tengiliðum eins og þurfa þykir og skal fyrsti fundur vera sem fyrst eftir að skólastarf hefst að hausti.